
Haukar mættu Ármanni í Laugardalshöll og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Þegar síga fór á seinni hlutann náðu Haukar mjög góðu forskoti og voru yfir með 20 stigum í byrjun fjórða leikhluta. Ármenningar náðu aðeins að bíta frá sér undir lokinn en Haukar unnu á endanum 13 stiga sigur 68-81.
Hjá Haukum voru þeir Óskar Magnússon og Helgi Björn Einarsson atkvæðamestir með 17 stig hvor auk þess sem að Helgi tók 11 fráköst. Hjá Ármanni var John Davis með 17 stig og 15 fráköst.
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is