Haukar sitja einir að toppsæti 1. deildar karla eftir sigur á Þór Þ. í kvöld 92-68 en þessi lið deildu efsta sætinu saman fyrir kvöldið.
Leikurinn í kvöld var í heild einstefna Haukaliðsins sem sýndi af hverju þeim var spáð efsta sætinu í deildinni af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum fyrir tímabilið.
Haukar vory yfir í leiknum nánast frá fyrstu mínútu og gáfu gestunum aldrei almennilegt tækifæri. Staðan í hálfleik var 48-29 og í lokin var munurinn 24 stig 92-68.
Þjálfarar liðsins þeir Pétur Ingvarsson og Ívar Ásgrímsson mega vera stoltir af frammistöðu liðsins í kvöld en allir leikmenn liðsins lögðu sig fram og það var því liðsheildin sem skóp sigurinn.
Varnarleikurinn var til fyrirmyndar þar sem ákefð í bland við mikla baráttu var einkenni liðsins.
Steinar Aronsson var stigahæstur með 14 stig en næstu menn voru með 13 og 12 stig.
Sævar Haraldsson var valinn maður leiksins í leikslok af Haukum í horni.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is