Tveir toppleikir á sunnudag

Jón Karl Björnsson mætir Haukum á sunnudagÞað verða kunnugleg andlit sem koma í heimsókn á sunnudag þegar tveir toppleikir fara fram á Ásvöllum. Í fyrri leiknum takast Hafnarfjarðarliðin á í N1 deild kvenna en síðan koma lærisveinar Halldórs Ingólfssonar og etja kappi við Haukastrákana. Með Gróttu leika Jón Karl Björnsson, Gísli Guðmundsson og Matthías Ingimarsson auk Dóra Ingólfs og er um að gera að taka vel á móti þessum Haukamönnum þegar þeir snúa aftur á fornar slóðir. Stelpurnar eru ákveðnar að nýta FH leikinn til að snúa vörn í sókn eftir slæm töp í síðustu leikjum. Hvað er betra en að mæta þeim svarthvítu þegar þörf er á að rífa sig upp? Stelpuleikurinn hefst kl. 14:00 og strákarnir taka svo við kl. 16:00.

Valur Rafn, sérlegur plakatgerðarmaður, fór hamförum af þessum tilefni og gerði tvö plaköt fyrir leiki helgarinnar. Sjá hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

Hanna Stefáns og Einar Örn verða í eldlínunni á sunnudag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Karl Björnsson