Það eru ekki bara meistaraflokkarnir í körfunni sem eru á full þessa dagana að spila en á morgun hefst 2. umferð Íslandsmótsins hjá nokkrum yngri flokkum.
Strákarnir í 9. flokki eru að fara norður og keppa á móti sem er í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Þeir eru í C-riðli ásamt Stjörnunni-b, Tindastól, Val og Skallagrím.
Stelpurnar í 7. flokki eru í A-riðli en keppt er í Hagaskóla og DHL-höllinni. Ásamt Haukum eru KR, UMFN, Keflavík og Breiðablik í riðlinum.
Minnibolti drengja er í Ásgarði og eru þeir í A-riðli ásamt Stjörnunni, KR, UMFN og Fjölni.
Stelpurnar í 10. fl. kvk. eru í A-riðli og er leikið í Smáranum þessa helgi. Með þeim í riðli eru Keflavík, UMFG, UMFN og Breiðablik.
Hægt er að fylgjast með úrslitum frá mótunum hér.