Tóti og Heimir koma inn í hópinn fyrir seinni leikinn

Þórður Guðmundsson kemur nýr inn í lið Hauka í dagÞórður Guðmundsson og Heimir Óli Heimisson koma inn í lið Hauka sem mætir Pler KC í hreinum úrslitaleik um hverjir fara áfram í 16 liða úrslit Evrópukeppni félagsliða kl. 18 í dag. Heimir Óli kemur inn í stað Jónatans Jónssonar þannig að þar kemur einn línumaður í stað annars. Tóti, hávaxin ung skytta, kemur inn í stað miðjumannsins Tjörva Þorgeirssonar en Tóti er vaxandi leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Óhætt er að fullyrða að allir í hópnum vilji að sjálfsögðu spila þennan leik enda allt undir en færri komast að en vilja. Hvort það verður reyndin með áhorfendur verður að komast í ljós en Haukastrákarnir sem eru byrjaðir að detta í hús á Ásvöllum vonast eftir dyggum stuðningi frá fyrstu mínútu.