Á sunnudaginn næstkomandi verður sannkölluð handboltaveisla á Ásvöllum en þá verða tveir stórleikir í N1-deildum karla og kvenna.
Stelpurnar ríða á vaðið og mæta liði Fram sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum en sá leikur hefst klukkan 14:00.
Strákarnir mæta síðan FH í stórleik N1-deildarinnar en sá leikur hefst klukkan 16:00.
Um er að ræða tvo hörkuleiki en bæði Haukar og Fram eru jöfn í N1-deild kvenna eftir þrjá sigurleiki og einn tapleik. Sömu sögu er að segja um Hauka og FH, en bæði lið hafa sigrað tvo leiki og gert eitt jafntefli.
Það er því um að gera að taka sunnudaginn algjörlega frá og fjölmenna á báða leikina og hvetja Hauka til sigurs.
Frekari upplýsingar um daginn mun birtast hér á síðunni um helgina.