Haukar mæta Val í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í kvöld kl. 19:15. Ljóst er að þetta verður hörku barátta þar sem að bæði lið eru á sama stað í töflunni.
Henning Henningsson þjálfari veit að þetta verður hörku leikur.
„Valsstúlkur hafa komið sterkar til leiks og eru þær á sama stað í töflunni og okkar stelpur. Við vanmetum engin lið og algjörlega ljóst að þetta verður erfiður leikur og okkar stelpur þurfa að mæta vel stemmdar til þessa leiks. Við erum búnar að spila gegn Val einu sinni á þessu hausti en þá töpuðum við gegn þeim þannig að nú langar okkur að breyta þeirri tölfræði” sagði Henning og vill sjá alla Haukamenn á Ásvöllum í kvöld.
„Okkar markmið eru skýr og vinnum við eftir því plani fyrir hvern einasta leik, við ætlum okkur sigur í þessum leik og hvetjum að sjálfssögðu þá sem nenna að koma að hika ekki við að láta sjá sig á pöllunum. Það verður enginn svikinn af því að sjá stelpurnar okkar í baráttugírnum”