Það verður toppslagur í N1-deild kvenna þegar einu taplausu liðin í deildinni mætast á Ásvöllum á morgun. Um er að ræða leik Hauka og Vals en leikurinn hefst klukkan 19:30.
Haukar hafa sigrað fyrstu tvo leiki sína í deildinni, fyrst gegn Fylki síðan gegn HK.
Valur hefur einnig sigrað fyrstu leiki sína í deildinni sem eru heilir þrír talsins. Fyrst gegn Stjörnunni síðan Víking og svo næst gegn HK.
Það verður því boðið upp á stórleik og allt lagt undir í leiknum á morgun.