Leikmannakynning: Sævar Ingi Haraldsson

Sævar Ingi Haraldsson er næstur í röðinni

Nafn: Sævar Ingi Haraldsson

Staða: Númer uno

Hæð: 183 cm

Aldur: 23 ára ef ég tek frá þessi tvö ár sem ég var ekki í Haukum.

Er gott að vera á Ásvöllum?
Já, það er hrikalega gott.

Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Ég á í miklum erfiðleikum með að hætta að naga neglurnar.

Saknar þú Fjalars?
Jájá, Fjalar gerði sitt.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?
Spila

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Að tapa fyrir Marel í skotkeppnum. Hann gleymir því ekki svo glatt.

Hvernig verður tímabilið 2009-10?
Það verður virkilega skemmtilegt og eintómir sigrar.