Haukar mæta Grindavík í kvöld í IE-deild kvenna á Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og segir Henning Henningsson þjálfari að mikil tilhlökkun sé í stelpunum fyrir leikinn.
Mynd: stebbi@karfan.is
„Það er mikil tilhlökkun í mínum stelpum þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki verið að ganga eins vel og við hefðum viljað. Við erum smátt og smátt að púsla hlutunum saman og vonandi styrkist liðið með hverjum leik.”
„Við þekkjum Grindarvíkurliðið vel og vitum nákvæmlega hvar styrkleikar þeirra liggja þannig að það á ekkert að koma okkur á óvart í þeirra leik. Ég hvet alla til að mæta og styðja við bakið á stelpunum okkar, þetta verður lærdómsríkur vetur fyrir okkur og margar ungar stelpur munu fá eldskýrn í deildinni í vetur” bætti Henning við og er greinilegt að Íslandsmeistarar Hauka ætla sér sigur í kvöld.