Leikmannakynning: Jóhannes M. Jóhannesson

Stóri strákurinn Jóhannes, gjöriði svovel.

Nafn: Jóhannes M. Jóhannesson

Staða: Miðherji

Hæð: 205cm

Aldur: 26 ára

Er gott að vera á Ásvöllum?
Klárlega

Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig?
Ég horfi á kvennatennis á eurosport!

Saknar þú Fjalars?
Er snjór hvítur?, er Baumruk svalur?, dó Globoconusa daubjergensis út á paleósen?, svarið er já!!!

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?
Taka Sóknarfráköst!

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Allt sem viðkemur hraðri hreyfingu lappa!

Hvernig verður tímabilið 2009-10?
Vonandi (stór)meiðsla- og taplaust