N1-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Haukar fara í Árbæinn eins og greint hafði verið áður hér á síðunni og heimsækja þar Fylki. Við hvetjum Haukafólk til að mæta í Fylkishöllina og hvetja stelpurnar áfram en búast má við hörkuleik en í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var Haukum spáð 4.sæti og Fylkir því fimmta.
Hér að neðan má sjá auglýsingu sem Media Group ehf hefur gert fyrir N1-deildina og HSÍ.
Atli Hilmarsson þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunni leikur hér í einni af mörgum auglýsingum sem Media Group hefur gert. Hæt er að sjá auglýsinguna með því að ýta hér.
Aðrir leikir í N1-deild kvenna í kvöld eru:
KA/Þór – Fram
Stjarnan – Valur (í beinni á SportTv)
Víkingur – HK
Allir á völlinn – ÁFRAM HAUKAR!