Haukamenn í liði ársins á Fótbolti.net

HaukarÍ gær var lið ársins í 1.deild karla í knattspyrnu opinberað. Það eru þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 1.deildinni sem velja liðið en Fótbolti.net sá um kosninguna og hefur þetta verið gert undanfarin ár hjá síðunni. Einnnig var valið þjálfara og besta leikmenn deildarinnar sem og efnilegasta leikmanninn. Haukar áttu tvo leikmenn í liði deildarinnar, þá Þórhall Dan Jóhannsson og Guðjón Pétur Lýðsson. Amir Mehica og Hilmar Geir Eiðsson voru svo á svokölluðum varamannabekk.

 

Gunnlaugur Jónsson var valinn þjálfari ársins, Sævar Þór Gíslason leikmaður ársins og Guðmundur Þórarinsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn en þeir spiluðu allir með Selfoss í sumar. Hægt er að sjá allt um þetta hér.