Alexander Freyr Sindrason, leikmaður 2. og 3. flokks karla í fótbolta, hefur verið valinn í lokahóp U-17 ára landsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM 17 ára og yngri í Wales.
Mótherjar Íslands, ásamt heimamönnum, eru Rússland og Bosnía.
Haukar óska Alexander Frey innilega til hamingju með landsliðssætið.