Næstkomandi þiðjudag, 9. júní, er leikur í Visa bikar kvenna á Ásvöllum þegar Þróttur Reykjavík mætir í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Haukaliðið hefur verið mjög sterkt í upphafi tímabilsins og eru efstar í sínum riðli í 1 deild kvenna.
Nú er þörf á öflugum stuðningi Hauka í horni og komum stelpunum í næstu umferð. Við hvetjum alla Haukamenn að mæta á leikinn en það er frítt inn fyrir félaga í Haukum í horni.
Áfram Haukar.