Íþróttaafrekssvið í Flensborg fyrir handboltaungmenni í Haukum

Kynningarfundur fyrir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla

 haldinn 4. júní kl. 20:00 á Ásvöllum.

 

 

Samvinna Flensborgarskóla og handknattleiksdeild Hauka um íþróttaafrekssvið í handknattleik hófst haustönnina 2007.  Það hafa frá 14-18 nemendur verið í náminu og hefur vel til tekist.

 

Hér er um að ræða athyglisvert tækifæri fyrir iðkendur í handbolta hjá Haukum, sem eru að hefja nám í framhaldsskóla, til að auka færni í greininni í samvinnu  skóla og Hauka og fá það metið sem hluta af námsefni til stúdentsprófs. 

 

Handknattleiksdeild Hauka býður ykkur velkomin til kynningarfundar á náminu þann 4. júní kl. 20:00.  Vinsamlegast nýtið ykkur þetta tækifæri til að kynna ykkur þennan möguleika.

 

Með framsögu á fundinum verða:

  • Díana Guðjónsdóttir íþróttafræðingur, íþróttakennari í Flensborg, þjálfari mfl. kvenna og þjálfari unglingaflokks kvenna. 
  • Pétur Vilberg Guðnason, formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar Hauka.

 

Einnig munu sitja fyrir svörum:

  • Aron Kristjánsson, kennari og þjálfari meistaraflokks karla

 

Aron Kristjánsson mun hafa umsjón með afrekslínunni hjá handknattleiksdeildinni á næsta ári og kenna fögin ásamt aðstoðarmönnum og gestaþjálfurum.