Haukar – ÍA

HaukarNæstkomandi föstudag, 5. júní, er stórleikur í 1 deild karla á Ásvöllum þegar ÍA mætir í heimsókn.  Leikurinn hefst kl. 20:00.  Haukaliðið hefur hafið tímabilið með miklum látum og eru efstir eftir fjórar umferðir með 10 stig.

Nú er þörf á öflugum stuðningi Hauka í horni.  Við hvetjum alla Haukamenn að mæta á leikinn en það er frítt inn fyrir félaga í Haukum í horni.  Sérstakur boðsmiði er í gangi fyrir foreldra yngri iðkenda og við hvetjum þau sérstaklega til að mæta á leikinn.  

Áfram Haukar.