KR-ingar unnu á Ásvöllum

Haukastelpur töpuðu fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Tóku þær á móti KR á Ásvöllum í dag og höfðu gestirnir betur 52-61. Sóknarleikur Hauka var í molum stóran hluta af leiknum og áttu þær afar erfitt uppdráttar þegar kom að því að skora.

KR-ingar hafa þar með tekið forystuna í einvígi liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum.

Stigahæst hjá Haukum var Slavica Dimovska með 16 stig, aðrir skoruðu minna.

Næsti leikur er á mánudagskvöld í DHL-höllinni og er skyldumæting hjá Haukafólki en stelpurnar þurfa á stuðningi að halda.

Áfram Haukar!!!!!