Haukar eru komnir með bakið upp við vegginn en í kvöld töpuðu þeir fyrir Fjölni 70-81 í úrslitakeppni 1. deildar karla. Ef Haukar tapa næsta leik eru þeir dottnir út og Fjölnir spilar til úrslita um laust sæti í Iceland Express-deild karla.
Haukar voru undir í allt kvöld en gestirnir voru mjög sprækir og Haukar áttu í erfiðleikum á köflum. Þrátt fyrir 11 stiga sigur þá voru þeir inní leiknum allan tímann og gestirnir leiddu ávallt með nokkrum stigum. Haukar gerðu nokkrar tilraunir til að minnka muninn og komast yfir en gestirnir úr Grafarvogi náðu ávallt að svara og höfðu að lokum sigur.
Stigahæstur hjá Haukum var George Byrd með 15 stig og Bjarn Árnason skoraði 13 stig.
Haukar þurfa sigur í næsta leik til að knýja fram oddaleik og því er mikilvægt að Haukamenn fjölmenni í Grafarvoginn á sunnudagskvöld og hvetji sína menn til dáða. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi.
Áfram Haukar!!!!!!
Mynd: Úr fyrri viðureign þessa liða í vetur – stefan@haukar.is