Nú er keppni í 1. deild karla og enduðu Haukar í 3. sæti deildarinnar á eftir Hamri og Val.
Haukar léku upp á 2. sætið á föstudagskvöld þegar Valur kom í heimsókn. Með sigri hefðu Haukar endað í 2. sæti og haldið heimavallarréttinum út úrslitakeppnina. En liðið tapaði 66-79 og misstu þar með af 2. sætinu.
Sveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur með 19 stig og Kristinn Jónasson var næstur með 12 stig.
Haukar mæta því Fjölni í úrslitakeppninni og hefst úrslitakeppnin seinna í vikunni.
Mynd: Úr fyrri viðureign Hauka og Vals frá því fyrr í vetur – stefan@haukar.is