Akureyri – Haukar í kvöld

HaukarÍ kvöld mun Haukar heimsækja Akureyringa í Íþrótahöllinni á Akureyri en leikurinn er liður í N1-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 18:00 en þetta er síðasti leikurinn í 19.umferðinni en hinir leikirnir voru leiknir í gær.

Haukar eru sem fyrr í fyrsta sæti deildarinnar með 28 stig, einu stigi fleira en Valur sem sigraði nágranna okkar í gær í Kaplakrika. En með sigri í kvöld getum við aftur náð þriggja stiga forskoti.

Akureyringar eru aftur á móti enn í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir töpuðu dýrmætum stigum í síðustu umferð þegar þeir töpuðu gegn Stjörnunni. Fyrir leikinn í kvöld er Akureyri í 6.sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir FH. Þetta er algjör úrslitaleikur fyrir Akureyringa, því tapi þeir í dag eiga þér ekki séns á að komast í úrslitakeppnina.

Leikir norðanmanna er oftar en ekki lýst með beinni textalýsingu á heimasíðu þeirra. Við bendum því Haukafólki á að kíkja á síðuna þeirra tíu mínútum fyrir leik og athuga hvort að leikurinn verði textalýstur.

Þú kemst inn á heimasíðu Akureyrar með því að smella hér.