Góður sigur á Hamri

HaukarHaukastelpur unnu góðan sigur á Hamri í kvöld í undanúrslitum Iceland Express-deild kvenna en þetta var fyrsti leikur liðanna.

Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum fer áfram.

Það var greinilegt að Haukaliðið var ryðgað eftir tveggja vikna pásu en stelpurnar sátu hjá í forkeppni að úrslitakeppninni.

Eftir nokkuð dapran fyrri hálfleik þar sem Hamar leiddi 27-30 sýndu Haukastelpur styrk sinn í þeim seinni og unnu að lokum 66-61.

Þar með hafa þær tekið forystuna í einvíginu en næsti leikur er annað kvöld í Hveragerði.