Stórleikurinn á morgun, Haukar – FH

HaukarÞað verður allt sett á fullt á morgun þegar Haukar og FH eigast við í N1-deild karla á Ásvöllum. En Hafnarfjarðarslagurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fjórða viðureign þessara liða í vetur og eru Haukar með 10 mörk í plús eftir þessar viðureignir. Og stefnan er sett á að ná 20 mörk í plús.. það þýðir ekkert annað.

Í öllum þessum leikjum hefur verið troðfullt og gríðarlega mikil stemming í húsunum og það er ekki búist við öðru en sama verður upp á teningnum á morgun. Húsið opnar klukkan 18:30 og biðjum við fólk um að koma í hús nokkuð fyrir leik svo það verði ekki allt á fullu rétt fyrir leik.

 Haukar hafa sigrað síðustu tíu leiki liðsins í N1-deildinni og síðast gegn Fram í Safamýrinni 27-22 eftir stórskemmtilegan leik.

Það hefur hinsvegar ekkert gengið alltof vel hjá fimleikafélaginu, en þeir töpuðu gegn Stjörnunni sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar í síðustu umferð 29-32 eftir að hafa verið níu mörkum undir í hálfleik. Í leiknum á undan þeim leik töpuðu þeir gegn HK. En FH hafa einungis sigrað einn leik af síðustu fjórum í deildinni.

Það hafa verið nokkuð um meiðsli hjá Haukaliðinu að undanförnu. Eins og flestir hafa tekið eftir hafa þeir Pétur Pálsson og Gísli Jón Þórisson ekkert leikið með Haukaliðinu að undanförnu vegna meiðsla. Einnig hefur Gunnar Berg einungis spilað varnarleikinn í undanförnum leikjum. 

Við hvetjum auðvitað alla bæjarbúa að mæta á leikinn á morgun og að sjálfsögðu eiga allir að mæta í rauðu.