Sigur Hauka á Fram í gærkvöldi í N1-deild karla var afar mikilvægur. Með sigrinum hafa Haukar enn þriggja-stiga forskot á Val sem er í öðru sæti í úrvalsdeildinni í handknattleik.
Haukar höfðu fimm marka sigur 22-27 í Safamýrinni. Markahæstur Hauka var Sigurbergur Sveinsson með 11 mörk og næstur honum voru þeir Freyr Brynjarsson og Einar Örn Jónsson með fjögur mörk hvor.