Haukar – ÍBV í Kórnum í kvöld

HaukarÍ kvöld mætir meistaraflokkur karla í knattspyrnu, liði ÍBV í Lengjubikarnum. Leikurinn hefst klukkan 21:00.

Haukar gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Víking Ólafsvík eftir að hafa lent 2-0 undir. Eyjamenn töpuðu hinsvegar fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum gegn Þrótti 3-1.

Albert Högni Arason verður í banni í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Víking. Og svo eru nokkrir leikmenn meiddir í liði Hauka og mun því Andri Marteinsson þjálfari liðsins ekki geta stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld.

Við hvetjum Haukafólk til að kíkja við í Kórinn í kvöld og fylgjast með leiknum.

Hægt er að sjá stöðuna í riðlinum og leikina með því að smella hér.