Haukastelpur fengu í kvöld deildarmeistarabikarinn afhendan að loknum leik þeirra við Hamar. Stelpurnar hafa verið afar öflugar í vetur og þessi titill sýnir það.
Þrátt fyrir að mikil gleði ríkti í leikslok þá töpuðu Haukar leiknum 54-61 fyrir Hamri og enn á ný fengu áhorfendur að sjá skemmtilegan leik milli þessa tveggja liða á Ásvöllum.
Leikurinn í kvöld var afar jafn og í járnum alveg fram í endann. Þrátt fyrir að Haukar voru 9 stigum undir þegar 45 sekúndur voru eftir náðu þær að gera leikinn spennandi með því að stela boltanum þrisvar sinnum á 10 sekúndum og skora 4 stig. Í stöðunni 54-59 rúllaði þriggja-stiga skottilraun frá Haukun upp úr hringnum og tap staðreynd.
Þrátt fyrir tapið voru stelpurnar fljótar að ranka við sér enda ekki á hverjum degi sem maður fær að lyfta bikar á heimavelli.
Kristrún Sigurjónsdóttir fyrirliði Hauka lyfti bikarnum og fyrsti titillinn kominn í hús á tímabilinun
Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is
Myndasafn frá bikarafhendingunni er á Karfan.is
Myndasafn frá bikarafhendingunni er á Vísir.is
Myndir: stefan@haukar.is
Deildarmeistarar Hauka 2009