Haukar gerðu í dag 2-2 jafntefli við Víking frá Ólafsvík í fyrst leik Hauka í Lengjubikarnum. Hilmar Rafn Emilsson skoraði bæði mörk Hauka en Haukar lentu 2-0 undir.
Næsti leikur Hauka í Lengjubikarnum er föstudaginn 6. mars gegn ÍBV í Kórnum.
Mynd: Hilmar Rafn Emilsson var á skotskónum í dag – stefan@haukar.is