Kristinn Jónasson: Erum að læra að nota Gogga betur

Kristinn Jónasson, leikmaður mfl. karla, var afar ánægður með sigur sinna manna á Ármanni í 1. deild karla í kvöld. Kristinn sagði við heimasíðuna eftir leik að liðið væri á réttri leið.

,,Sigurinn í kvöld var afar mikilvægur,” sagði Kristinn en Haukamenn hafa klárað síðustu leiki afar sterkt. ,,Við erum að læra á hvorn annan betur með hverjum deginum og erum að læra að nota Gogga(George Byrd) betur. Leikurin okkar breyttist með tilkomu hans, en þetta er allt að koma og við erum vonandi að toppa á réttum tíma.”

Næsta viðureign Hauka er gegn Hamri sem situr á toppi 1. deildar karla. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og Kristinn er mjög bjartsýnn á gott gengi í leiknum. ,,Ég hef trú á því að við vinnum. Við töpuðum naumlega fyrir þeim í Hveragerði fyrir áramót. Við þurfum að leggja áherslu á að stoppa Marvin og Jason en þeir hafa nánast verið óstöðvandi í vetur.”

Að lokum vildi Kristinn hvetja alla til að mæta á leikinn gegn Hamri alveg bandbrjálaða og í rauðu að hvetja strákana.

Haukar í 2. sætið

Mynd: Kristinn að troða í leiknum í kvöldstebbi@karfan.is