Haukar í 2. sætið

Haukar komust í kvöld í annað sætið í 1. deild karla með góðum sigri á Ármanni í Laugardalshöll 68-90.

Haukar eru nú með 22 stig í öðru sæti og hafa leikið 15 leiki. Valsmenn sem eru í 2. sæti með 20 stig hafa leikið einum leik færra.

Leikurinn í kvöld var afar skemmtilegur og í fyrri hálfleik voru heimamenn í Ármanni töluvert sterkari og voru með nokkurra stiga forystuna mest allan hálfleikinn.

Í hálfleik var staðan 48-43 fyrir heimamenn.

Síðari hálfleikur var öllu leyti eign Hauka sem spiluðu afar vel á löngum köflum. Haukar pressuðu stóran hluta af síðari hálfleik og fór hún að virka þegar Ármenningar byrjuðu að þreytast. Haukar stálu nokkrum boltum og skoruð auðveldar körfur.

Lokatölur leiksins voru 68-90 Haukum í vil og sanngjarn sigur í hús.

Stigahæstur hjá Haukum var Kristinn Jónasson með 26 stig og 8 fráköst og spilaði hann mjög vel í kvöld. George Byrd var afar sterkur með 15 stig og 23 fráköst og Óskar Magnússon skoraði 15 stig.

Næsti leikur Hauka er gegn toppliði Hamars föstudagskvöldið 27. febrúar kl. 20:00.

Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is

Myndir: Kristinn Jónasson að skora 2 af 26 stigum sínum í leiknum í kvöld – Haukamenn að fagna á skemmtilegri stundu – stefan@haukar.is