Eins og fram hefur komið fer fram stórleikur á Ásvöllum á laugardaginn þegar Haukar og Stjarnan mætast í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. Við höldum áfram umfjöllun okkar um leikinn en við fengum nokkra leikmenn Hauka til að setja niður nokkra punkta um hvernig leikurinn leggist í þá.
Erna Þráinsdóttir: Þessi leikur leggst mjög vel í mig og hlakka bara til. Það kemur ekkert annað til greina en að mæta 150% til leiks, hafa gaman af þessu og landa sigri á heimavelli.
Bryndís Jónsdóttir: Leikurinn leggst bara vel í mig, þetta verður hörkuleikur og ekki annað í boði nema sigur 😉
Nína K. Björnsdóttir: Ég hlakka bara til. That’s all I’ve got to say. 😉