Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir er komin ný könnun hér til hliðar. Spurt er hvort liðið vinni undanúrslitaleikinn í Eimskipsbikarnum, Haukar eða Stjarnan. Leikurinn fer fram á laugardaginn og í fyrramálið klukkan 8:00 hefjum við umfjöllun um leikinn. Við munum birta viðtöl við þjálfara og leikmenn Hauka auk þess að fjalla um liðin. Einnig munum við birta spádóma „gamallra“ kempa sem munu spá fyrir um úrslit leikjanna fyrir okkur.
Könnunina finnið þið vinstra megin á forsíðu síðunnar. Endilega kjósið en við munum birta niðurstöður á laugardaginn.