Haukar deildarmeistarar

Haukastelpur unnu Keflavík í kvöld 82-67 í A-riðli í Iceland Express-deild kvenna. Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér deildarmeistaratitilinn þannig að þær verða með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina.

Sigur Hauka var mjög sannfærandi og leiddu þær með yfir 30 stigum á tímabili.

Stigahæst hjá Haukum var 31 stig og átti frábæran leik og fékk 46 stig í framlag. Næst henni í stigaskorun var Guðbjörg Sverrisdóttir með 14 stig.

Næsti leikur Hauka er gegn KR miðvikudaginn 18. febrúar.

Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is