Stelpurnar geta tryggt sér Deildarmeistaratitilinn í kvöld

Haukastúlkur geta í kvöld tryggt sér Deildarmeistaratitil Icelandexpressdeildar kvenna leggi þær lið Keflavíkur að velli í kvöld.

Haukastúlkur hafa 6 stigaforskot á Keflavík og með sigri fer forskotið í 8 stig og því ómögulegt fyrir Keflavík að ná Haukum að stigum því aðeins eru um 6 stig eftir í pottinum.  

 

 

 

 

Fyrir leikinn eru stelpurnar með 30 stig og Keflavík hefur 24 stig.  Haukar hafa aðeins tapað einum leik í vetur í deildinni og var sá leikur á móti Val í vodadonehöllinni í hörkuleik sem endaði 65-64 fyrir Val. Eftir þennan leik hefur staðið yfir Sigurganga í deildinni sem stendur en yfir.

Haukar hafa tvisvar áður orðið Deildarmeistar og var það árin 2006 og 2007.

Það verður því fróðlegt að vita hvort stúlkurnar tryggi sér þriðja Deildarmeistartitli félagssins í kvöld.

Við hvetjum því alla til þess að mæta á Ásvelli í kvöld og hvetjum stelpurnar okkar áfram.

 

Áfram Haukar.