Kristrún skoraði sitt 2000. stig fyrir Hauka

Kristrún Sigurjónsdóttir lék tímamóta leik með kvennaliði Hauka síðastliðið miðvikudagskvöld. Kristrún sem kom frá ÍR til Hauka árið 2004 lék sinn 100 leik í röð með félaginu í deildarkeppni ekki nóg með það heldur var leikurinn einnig 150 leikur í röð með Haukum í öllum keppnum KKÍ.

Kristrún sem hefur aðeins misst af einum leik með Haukum en sá leikur var á kanaríeyjum í Evrópukeppninni 2006 en Kristrún komst ekki í ferðina sökum anna í Háskólanum.

Kristrún var þó ekki hætt á miðvikudagskvöldið því hún skoraði sitt 2000 stig fyrir Hauka. En stig númer 2000 kom í leiknum á móti Hamri þegar 3 mínútur voru liðnar af 4. Leikhluta með góðu Stökkskoti. Kristrún kemst því 2000 stiga klúbb kvennaliðs Hauka. Kristrún gerði 28 stig í leiknum á móti Hamri og er því búin að skora samtals 2008 stig fyrir Hauka.

Heimasíða Hauka Óskar Kristrúnu til hamingu með þessa áfanga.

 

 

Hér má sjá leiki Kristrúnar með Haukum

Deildarkeppni 100
Úrslitakeppni 20
Bikarkeppni 13
Fyrirtækjabikar 14
Meistarakeppni 3
Evrópukeppni 11