Toppslagur í IE-deild kvenna

Það verður sannkallaður toppslagur á Ásvöllum í kvöld í IE-deild kvenna þegar að Keflavík kemur í heimsókn. Haukar sitja í efsta sæti A-riðils með 16 stig en Keflavík er í öðru með 12.

Hérna mætast besta varnarlið deildarinnar gegn besta sóknarliðinu og verður því spennadi að sjá hvernig leikurinn þróast en viðureignir þessara liða eru yfirleitt hörku spennandi og mikil skemmtun.

Haukar, sem hafa aðeins tapað einum deildarleik í vetur, hafa besta varnarliðið í A-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig 518 stig en það er 144 stigum minna en næsta lið sem er einmitt Keflavík.
Keflavík hafa bestu sókn liðanna í A-riðli en þær hafa skorað 745 stig sem er 67 stigum meira en næsta lið sem er Hamar.

Leikurinn hefst kl. 19:15 stundvíslega og verður leikið á Ásvöllum

Mynd: Það kemur í ljós hvort Slavica og María muni fagna svona innilega eftir leikinn í kvöld – stefan@haukar.is