Tvöfaldur sigur á Suðurlandi

HaukarMeistaraflokkur karla og kvenna í körfubolta voru að keppa í gærkvöldi. Haukastelpur sóttu Hamar heim og unnu 63-72 og sitja enn á toppi A-riðils Iceland Express-deildar kvenna.

 Myndir úr leiknum á Karfan.is

Haukastrákar komust á sigurbraut með sigri á Laugdælum 64-79. Eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í 1. deild eru strákarnir komnir á sigurbraut á ný.

Næsti leikur hjá stelpunum er sannkallaður toppleikur en þá mætast efstu lið Iceland Express-deildar kvenna þegar Keflavík kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19.15.