Þórður Jón á reynslu hjá West Ham United

Í gærdag fór Þórður Jón Jóhannesson ungur og efnilegur leikmaður Hauka til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham ásamt Kristjáni Ómari Björnssyni fyrrum leikmanni Hauka og fyrrum íþróttastjóra Hauka (núverandi leikmaður Þróttar R.). Þórður er einungis 14 ára gamall, á eldra ári í 4.flokki en hann varð til að mynda Íslandsmeistari með 4.flokki nú í sumar.

Hann mun vera hjá West Ham í um það bil viku og mun hann æfa með unglingaliði West Ham. En það var Bryan Glover „evrópunjósnar“ West Ham sem hafði augastað á Þórði þegar Bryan var hér á Íslandi fyrir rétt rúmlega tveimur mánuðum en þá var hann að leita af ungum og efnilegum Íslendingum. 

Eins og gefur að skilja var Þórður ekkert í sínu besta formi fyrir rétt rúmlega mánuði síðan þegar það var ljóst að hann væri á leiðinni á reynslu til Englands og því æfði hann mikið auka með Kristjáni Ómari sem einkaþjálfara til að koma sér í form á sem skemmstum tíma.

Hægt er að lesa ferðasögu hans og Kristjáns Ómars með því að smella hér.

Mynd: Þórður Jón er kominn til London. Hér er hann í gistiheimili West Ham – Kristján Ómar Björnsson