Leik Hauka-U og ÍBV í 1. deild karla í handknattleik hefur verið frestað til morguns en ekki var unnt að komast til Eyja í dag vegna veðurs.
Nýr leiktími er á morgun kl. 15.00.
Staða Hauka-U í 1. deildinni er ágæt en liðið er í 4. sæti með 16 stig eftir 12 leiki.
Eyjamenn eru í 6. sæti með 8 stig.