Meistaraflokkur kvenna í körfubolta tók miklum breytingum fyrir síðasta tímabil þegar margar af lykilmönnum liðsins hurfu á braut og leituðu á ný mið. Haukar hafa átt gríðalega sterk yngriflokka lið um árabil og er sá árangur að skila sér inn í meistaraflokk nú á þessu tímabili.
Meðalaldur liðsins sem mætti Grindavík í gær ekki nema rétt 19 ár og í byrjunarliðinu voru þrjár sem eru 18 ára eða yngri.
’90 árgangur Hauka hefur verið gífurlega sterkur og unnið alla titla sem í boða hafa verið fyrir yngriflokka. Í liðinu í gær voru fimm af þeim og þær eru hér á myndinni með Yngva þjálfara en hann þjálfaði þennan árgang lengi vel.

Frá vinstri: Kristín Fjóla Reynisdóttir, Yngvi Páll Gunnlaugsson, Ragna Margrét Brynjarsdóttir,
Klara Guðmundsdóttir, Helena Brynja Hólm og Bryndís Hanna Hreinsdóttir.