Fundargerð
Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka var haldinn 8. janúar s.l., kl. 20:00. Fundurinn var opinn fyrir þá sem eru í stjórnum og ráðum knattspyrnudeildar Hauka, fyrir iðkendur knattspyrnudeildar og fyrir foreldra iðkenda svo og alla aðra stuðningsmenn deildarinnar. Samkvæmt grein 8.06 í lögum félagsins hafa meðlimir deilarinnar sem eru 14 ára og eldri atkvæðarétt á fundinum. Góð mæting var á fundinn og í samræmi við þann mikla kraft sem er í starfi deildarinnar.
Flutt var skýrsla stjórnar knattspyrdeildarinnar fyrir síðastliðið starfsár. Gríðarlegur vöxtur er í starfsemi deildarinnar. Iðkendum fjölgar mikið í yngri flokkkum og lið 4. flokks karla varð Íslandsmeistari. Glæsilegur hópur þar á ferð. Meistaraflokkur karla spilaði í 1 deild og var nærri úrvalsdeildarsæti um miðbik mótsins, en það seig á ógæfuhliðina seinni hlutann og endaði liðið um miðja deild. Meistaraflokkur kvenna stóð sig vel á undirbúningstímabilinu, en lenti í mótlæti í byrjun móts og náði sér aldrei á strik. Það er mikil uppbygging í gangi í báðum meistarflokkum deildanna og þess er að vænta að báðir meistarflokkarnir verði innan skamms í úrvalsdeild.
Þá fór fram kosning stjórnar deildarinnar. Formaður var kosinn Jón Björn Skúlason. Aðrir stjórnarmenn eru Gréta Grétarsdóttir, Arndís Magnúsdóttir, Hugrún Árnadóttir, Jónas Sigurgeirsson, Ingvar Magnússon, Agnar Steinn Gunnarsson, Elías Atlason, Friðþjófur Blöndal, Guðmundur Jónsson, Kristján Ómar Björnsson og Sigurður Haraldsson. Stjórnin skiptir með sér verkum og skipar í nefndir og ráð innan deildarinnar.
Þá voru Jón Björn Skúlason og Gréta Grétarsdóttir tilefnd í aðalstjórn félagsins.
Samþykkt var að stjórnin veldi fulltrúa á aðalfund félagsins í samræmi við lög félagsins.
Engin önnur mál voru á dagskrá.