Föstudaginn 19 desember er lokadagur til skráningar á Actavismótið 2009
Hægt er að senda skráningu á brynjarorn@haukar.is
Mótið er ætlað stúlkum og drengjum 11 ára og yngri. Hvert lið telur a.m.k. fjóra leikmenn en fjórir leikmenn eru ávallt inná hverju sinni. Stig eru ekki talin í Actavismótinu og eru því allir sigurvegarar.
Hver leikur er 2×12 mínútur og spilar hvert lið þrjá til fjóra leiki.
Allir sem Taka þátt í mótinu fá glæsilegan Glaðning frá Actavis.
Keppnisgjald á Actavismótið er 1000 krónur á hvern keppanda.