Hauka sigur á Stjörnunni í Mýrinni

HaukarStjarnan og Haukar mættust í kvöld í N1-deild karla en leikið var í Garðabæ. Fyrir leikinn munaði sex stigum á liðunum en Stjarnan var í fall sæti með 6 stig. Þetta var síðasti leikur beggja liða fyrir jól í deildinni.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og það var nánast aldrei spurning hvaða lið færi með sigur af hólmi. Staðan í hálfleik var 17-11 en leikurinn endaði 31-27 Haukum í vil. Haukar eru því komnir með 14 stig, jafn mörg stig og Fram en þeir hafa spilað einum leik færri en Haukar.

 

Leikurinn byrjaði vel fyrir Hauka og komust þeir yfir 3-0 strax á fyrstu mínútunum. Heimamenn voru ekki lengi að minnka muninn og jöfnuðu leikinn skömmusíðar. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan. Varnir beggja liða voru ekki upp á marga fiska en þó lagaðist vörn Hauka til munda undir lok fyrri hálfleik en þá settu Haukar í flug gírinn og náðu góðu forskoti.

Haukar skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleiksins og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. 

Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og sá fyrri, lítill spenna var í leiknum, Haukar skoruðu oftar en ekki afar auðveld mörk og þurftu lítið að hafa fyrir hlutunum. Stjörnumenn náðu þó að minnka muninn í fjögur mörk þegar korter var eftir af leiknum en þá gáfu Haukar bara í og náðu aftur sex marka forskoti. 

Undir lok leiks náðu Stjörnumenn að klóra í bakkann og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk 30-27, en Haukar skoruðu síðasta markleiksins og auðveldur fjögurra marka sigur Hauka því staðreynd.

Markahæstur í liði Hauka var Einar Örn Jónsson með 8 mörk en nokkur þeirra var af vítalínunni. Arnar Jón Agnarsson var einnig í banastuði. Þar sem undirritaður skrifaði ekki niður markaskorun ákvað hann að nýta sér internetið til að afla sér upplýsinga. Niðurstaðan er að á mbl.is, sport.is og bloggsíðu meistaraflokks er enginn sammála og því verður hver og einn að ákveða hverjum hann treystir best . 

Birkir Ívar stóð í markinu allan tímann og varði 21 skot.

Arnar Pétursson var ekki með í leiknum eins og fyrri daginn vegna meiðsla og þá var Stefán Rafn Sigurmannsson ekki með einnig vegna meiðsla á öxl.

Næsti leikur Hauka er svo í Deildarbikarnum á milli jól og ný árs, enn er ekki vitað hverjir mótherjar Hauka verða en það mun koma í ljós á föstudaginn eftir leik Víkings og Fram.

Meistaraflokkur kvenna er einnig kominn í Deildarbikarinn en leikirnir verða auglýstir betur hér á síðunni þegar af þeim kemur.

Markaskorun Mbl.is

Markaskorun Sport.is

Markaskorun Meistaraflokks