Haukar töpuðu í kvöld fyrir Val í 1. deild karla í körfuknattleik.
Það má segja að lið Hauka hafi brotlent all hressilega en þeir töpuðu með 30 stiga mun fyrir Valsmönnum 84-54.
Eftir jafna byrjun þar sem Haukar leiddu um tíma fór allt í baklás í stöðunni 30-30 og Valsmenn keyrðu yfir Haukamenn og unnu sannfærandi og sanngjarnan sigur.
Stigahæstur hjá Haukum var Kristinn Jónasson með 12 stig.
Þar með eru Haukar komnir í jólafrí en liðið leikur ekki aftur fyrr en á nýju ári.
Mynd: Lúðvík Bjarnason í baráttunni við Jason Harden leikmann Vals í gærkvöldi – stefan@haukar.is