Í kvöld taka Haukastelpur á móti HK í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:30 á Ásvöllum. Fyrir leikinn eru Haukastelpur á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en HK situr í 5. sæti með 8 stig eftir jafnmarga leiki. Liðin hafa mæst einu sinni í vetur en þá var leikið í Digranesi. Haukastelpur fóru með sigur af hólmi í þeim leik, 35 – 29, í þriðju umferð deildarinnar.
Við hvetjum alla til að leggja leið sína á Ásvelli í kvöld og styðja við bakið á sínum stelpum.