Ísfirðingar koma í kvöld

Haukar taka á móti KFÍ í kvöld í 1. deild karla. Haukar sitja sem stendur í 2. sæti í 1. deild karla en liðið tapaði toppslagnum gegn Hamri í síðustu umferð.

Þrátt fyrir tap í síðasta leik hefur Haukum gengið afar vel í vetur og hafa unnið sex leiki í deildinni og tapað einum.

Leikurinn hefst kl. 20:00 og fer að sjálfsögðu fram á Ásvöllum.

Mynd: Treður Kristinn Jónasson yfir Ísfirðinga í kvöld? – Gísli Freyr Svavarsson