Sanngjarn Hauka sigur á HK

HaukarÞað var nokkuð sanngjörn og þægileg stigin sem Haukar fengu úr leiknum gegn HK í kvöld en leikið var á Ásvöllum í N1-deild karla. En lokatölur urðu 33 – 28 Haukum í vil. Með sigrinum eru Haukar og HK því jöfn á stigum í deildinni með 10 stig.

 Það voru gestirnir frá Kópavogi sem byrjuðu leikinn betur og voru oftar en ekki yfir fyrstu mínúturnar og komust fljótt tveimur mörkum yfir. En í stöðunni 3-5 skoruðu Haukar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-5. Haukar héldu þeirri forystu lengi vel í fyrri hálfleiknum og gerðu enn betur undir lok fyrri hálfleiks og komust fimm mörkum yfir, 15-10, HK bitu aðeins frá sér áður en fyrri hálfleikurinn var allur og staðan í hálfleik 17-14 Haukum í vil.

Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og jöfnuðu HK-menn leikinn 20-20 þegar rétt rúmlega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Heimamenn gáfu þá í og skoruðu fimm mörk gegn einu og náðu því góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Undir lok leiksins gerðu þér síðan útum leikinn og skoruðu hvert hraðarupphlaupsmarkið af fætur öðru og lokatölur á Ásvöllum í kvöld því 33-28.

Markahæstur í liði Hauka var, Sigurbergur Sveinsson með 9 mörk, Elías Már Halldórsson gerði 5 mörk en hann lék í skyttu hlutverki mest allan tímann í kvöld. Andri Stefan, Freyr Brynjarsson og Kári Kristján Kristjánsson gerðu fjögur mörk hver. Einar Örn Jónsson og Stefán Rafn Sigurmannsson gerðu tvö mörk og þeir Pétur Pálsson , Gunnar Berg Viktorsson og Gísli Jón Þórisson eitt mark.

Gísli Guðmundsson varði fimm bolta og Birkir Ívar Guðmundsson tíu.

Næsti leikur liðsins er svo í Eimskipsbikarnum á sunnudaginn næstkomandi gegn FH, en leikurinn fer fram í Kaplakrika klukkan 15:30.

Það má svo bæta því við að Haukar U gerðu sér lítið fyrir og sigraði ÍR í 1.deildinni í kvöld. Haukaliðið var yfir allan leikinn og spilaði fanta vel í kvöld. Strákarnir eru því komnir með 12 stig, tveimur stigum á eftir ÍR.

Staðan í N1-deild karla

Staðan í 1. deild karla