Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ verður að þessu sinni á Ásvöllum og fer fram laugardaginn 13. desember.
Kvennaleikurinn hefst kl. 13:30 og karlaleikurinn kl. 16:00.
Dagskráin verður afar forvitnileg og verður m.a. troðslukeppni, þriggja-stiga keppni og 2 á 2 keppni.
Í ár munu landslið Íslands mæta úrvalsliðum og eiga fulltrúar nokkra fulltrúa.
Ágúst Björgvinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið 12 manna lið og í því eru Haukastelpurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir. Mæta þær úrvalsliði sem Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari mfl. kvenna, stjórnar. Yngvi hefur ekki enn valið sitt lið en það verður kynnt fljótlega.
Enginn verður svikinn af því að heimsækja Ásvelli laugardaginn 13. desember og njóta skemmtunar í hæsta gæðaflokki.
Mynd: Ragna Margrét Brynjarsdóttir verður í sviðsljósinu á Ásvöllum í Stjörnuleiknum – stefan@haukar.is