Hanna Guðrún valin best í N1-deild kvenna

HaukarÍ hádeginu var tilkynnt um besta leikmann N1-deildar karla og kvenna í fyrri umferð sem og lið fyrri umferðarinnar í karla og kvenna flokki. Bestu leikmenn N1-deildarinnar koma bæði frá Hafnarfirði en í N1-deild karla var Aron Pálmarsson leikmaður FH valinn bestur en Hanna Guðrún Stefánsdóttir valin best í N1-deild kvenna.

Auk þess var Díana valin besti þjálfarinn. Í liði N1-deildar kvenna voru þrír leikmenn frá Haukum, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Nína Björk Arnfinnsdóttir og Ramune Pekarskyte. Í liði N1-deildar karla var einn leikmaður frá Haukum en það var enginn annar en línutröllið Kári Kristján Kristjánsson.

Við óskum leikmönnum Hauka til hamingju með þessa viðurkenningu en kvennalið Hauka er sem stendur í efsta sæti deildarinnar.

 

Lið N1-deildar karla:

 

Markvörður: Hafþór Einarsson, Akureyri
Línumaður: Kári Kristján Kristjánsson, Haukum
Vinstra horn: Oddur Grétarsson, Akureyri
Vinstri skytta: Valdimar Fannar Þórsson, HK
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram
Miðjumaður: Aron Pálmarsson, FH

Lið N1-deildar kvenna:

Markvörður: Berglind Íris Hansdóttir, Val
Línumaður: Nína Björk Arnfinnsdóttir, Haukum
Vinstra horn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK
Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukum
Hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum
Hægri skytta: Hildur Þorgeirsdóttir, FH
Miðjumaður: Alina Petrache, Stjörnunni