Strákarnir lögðu nágranna sína í Stjörnunni 75-57 þegar liðin áttust við í Ásgarði í gærkvöldi.
Haukar byrjuðu ágætlega en gekk illa að nýta opin færin, hvert skotið lak af hringnum og í stað þess að gera út um leikinn á fyrstu mínútunum þá gáfu þeir heimamönnum færi á að koma sér inn í leikinn sem þeir gerðu. Vörnin hjá Haukum var hriplek en barátta Stjörnustráka til fyrirmynda. Haukar áttu góða rispu undir lok leikhlutans og skoraði Kristinn Marinósson síðustu 7 af 9 síðustu stigum Hauka í leikhlutanum sem leiddu 13-19.
Liðin buðu ekki upp sérlega áferðafallegan körfubolta í öðrum leikhluta, en samt virtist þófið henta heimamönnum fremur en gestunum. Andri Freysson tók á sig rögg fyrir hönd Hauka og skoraði 9 af 15 stigum liðsins í leikhlutanum sem höfðu yfir 24-34 þegar flautað var til hálfleiks.
Liðin skiptust á körfum gegnum þriðja leikhlutann, en mestu munaði fyrir Hauka að Haukur Óskarsson lifnaði við sóknarlega og var það góðs viti fyrir lokaleikhlutann. Strákurinn skoraði 10 stig í fjórðungnum eftir að hafa ekki skorað eitt stig í fyrri hálfleik. Staðan 45-55 fyrir Hauka.
Haukar gerðu út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta, breyttu þeir stöðunni úr 49-55 í 49-67 á fyrstu sjö mínútum fjórðungsins. Allur vindur var úr Stjörnustrákum og lauk leiknum með sigri Hauka 57-75.
Stig Hauka: Haukur 21, Kristinn 16, Andri 13, Emil 9, Guðmundur Sævars 8, Ævar 5, Alex Óli 5.