Haukar – Fram á morgun

HaukarÁ morgun, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Fram í N1-deild kvenna. Leikurinn hefst á svo mjög skemmtilegum tíma eða klukkan 13:00. 

Haukastelpurnar hafa verið á fljúgandi siglingu og hafa sigrað síðustu fjóra leiki til að mynda sigruðu þær lið Vals í síðustu umferð með tveimur mörkum 24-22. 

Fram liðið sem kom mörgum á óvart á síðasta tímabili og endaði í 2.sæti með jafn mörg stig og Stjarnan sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum hafa ekki byrjað þetta tímabil jafn vel og þær vonuðust til og eru með 4 stig eftir 5 leiki.

Heil umferð verður í N1-deild kvenna á morgun. Hinir leikirnir sem verða á dagskrá eru;

Grótta – Valur, HK – Fylkir og Stjarnan – FH.

Við hvetjum alla til að mæta á Ásvelli á morgun og hita upp fyrir landsleikinn, Ísland – Noregur.